Þjóðvegur í þéttbýli og skipulagsákvæði í dreifbýli
Í haustbyrjun var boðað til vinnufundar stýrihóps, bæjarstjórnar, umhverfis- og skipulagsnefndar og íbúaráða til að fara yfir drög að helstu skipulagsákvæðum og ræða valkosti um legu þjóðvegar í þéttbýli. Vinnufundurinn var haldinn 9. september sl. á Höfn.
Á fyrri hluta fundarins kynnti Vegagerðin valkosti um legu þjóðvegar í þéttbýli og síðan voru umræður um þá. Valkostirnir verða teknir til frekari skoðunar hjá umhverfis- og skipulagsnefnd og málið unnið áfram í samráði við Vegagerðina.
Á síðari hluta fundarins voru kynnt og rædd drög að skipulagsákvæðum í dreifbýli fyrir ferðaþjónustu, íbúðarbyggð, landbúnaðarsvæði og skógrækt. Einnig var rætt um nýtingu vindorku og mörk á milli óbyggðra svæða og landbúnaðarsvæða. Þá voru drög að flokkun vega í náttúru Íslands, utan þjóðvegakerfis, rýnd. Unnið verður úr efnivið fundarins á næstunni.
