top of page

Íbúafundur um legu Hringvegar og landnotkun í Öræfum

Bæjarstjórn býður til kynningar- og umræðufundar um skipulagsmál í Öræfum í Hofgarði þann 15. október kl. 16:30-18:30. Efni fundarins er:


  • Kynningar Vegagerðarinnar á valkostum um legu þjóðvegar 1 og umræður um þá, m.a. í samhengi við þróun landnotkunar, einkum íbúabyggðar.

  • Kynning skipulagsráðgjafa á tillögum að almennum skipulagsákvæðum á landbúnaðarsvæðum, skógræktarsvæðum, verslunar- og þjónustusvæðum og afþreyingar- og ferðamannasvæðum. Tækifæri til spurninga, ábendinga og athugasemda.

Boðið verður upp á hressingu. Íbúar í Öræfum og aðrir sem hafa áhuga á framtíðarþróun svæðisins eru hvattir til að mæta! 


Upplýsingar um endurskoðun aðalskipulags má finna hér á vefnum.


Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri



Aðrar fréttir
bottom of page